Graupan
Настоящее имя: Graupan
Об исполнителе:
Graupan var stofnuð síðla árs 1990 af eftirfarandi tónlistarmönnum: Helgi Hauksson: gítar, trompet, orgel Valtýr Björn Thors: gítar, saxófónn Ragnar Óskarsson: bassi, orgel, ásláttur Jóhannes Ágústsson: trommur, trompet Elli “Boj”: trommur Hljómsveitin breyttist í kvartett í apríl 1991 þegar Elli yfirgaf sveitina. Með þessari kjarna liðskipan spilaði Graupan einungis þrenna tónleika : 23. maí 1991: Tveir Vinir, upphitun fyrir Bless 28. júní 1992: Héðinshúsið, Óháða listahátíðin "Loftárás á Seyðisfjörð” 15. júní 1993: Faxaskáli, Óháða Listahátíðin Þennan öfluga kvartett má heyra á snældunni “Eytt”, sem var gefin út 1992 í einungis 50 eintökum. Hún seldist samstundis upp og þykir fágætur safngripur í dag. Kvartettinn átti einnig hljóðbútinn “Nei" á safnsnældunni "Snarl 3" (1991). Erfitt er að festa hendur á tónlist Graupunnar á þessum árum, en henni var einhversstaðar lýst sem harðkjarna-geimrokk-djassspuna. Hljómsveitin hafði þá reglu að spinna allt af fingrum fram. Þegar Graupan spilaði í æfingarhúsnæði sínu, fyrst í Hampiðjunni (1990-1991) og síðar á Súðarvoginum (1991-1992), var allt hljóðritað og því liggur geysimikið efni óútgefið eftir sveitina. Þá voru allir þrennir tónleikarnir teknir uppá myndband. Meðal áheyranda á frægum tónleikum Graupunnar í Héðinshúsinu 1992 voru ungir tónlistarmenn sem seinna stofnuðu Sigur Rós. Hermir sagan að þeir hafi orðið fyrir miklum áhrifum frá Graupunni þetta kvöld. Síðla sumars 1992 sagði Valtýr sig úr hljómsveitinni og leystist hún því upp sem kvartett þó hún hafi verið með óvænt “comeback” ári síðar á Óháðu Listahátíðinni 1993. Helgi hélt hinsvegar áfram að hljóðrita undir Graupu nafninu og snældan “Lyfjun” frá 1993 hefur að mestu að geyma sólóupptökur hans. Valtýr gekk svo síðar aftur til liðs við Helga og í þeirri mynd hefur Graupan oft komið fram ásamt ýmsum gestum, allt til dagsins í dag. Graupan – a legendary Icelandic psychedelic-doom-impro-punk quartet from Iceland, known for having a decisive influence on the music of Sigur Rós.
