Einar Þorgrímsson
Настоящее имя: Einar Þorgrímsson
Einar Þorgrímsson (fæddur 1949 í Reykjavík) er íslenskur rithöfundur og spennusagnahöfundur sem hefur skrifað nokkrar bækur til dæmis Ógnir kastalans, Leyndardómar eyðibýlisins sem kom út 1971 og Ógnvaldur skíðaskálans sem kom út 1972
Einar Þorgrímsson fæddist í Reykjavík 30. september 1949, en er nú búsettur í Sandgerði.
Einar gaf út sína fyrstu barnaplötu "Afríka - Söngur dýranna" í júní 2013 sem inniheldur 12 frumsamin sönglög með frumsömdum textum. Sögumaður leiðir hlustendur um frumskóginn þar sem hann segir lítillega frá dýrunum og hljóðritar söng dýranna.
25. október 2014 kom út ný barnaplata frá Einari "Dýr merkurinnar - Söngur dýranna" sem inniheldur 12 frumsamin sönglög með frumsömdum textum. Líkt og með fyrri plötuna, leiðir sögumaður hlustendur á milli dýranna og segir lítilega frá dýrunum og hljóðritar söng þeirra.
Einar á söngtextann "Akureyri" á barnaplötu Ruthar Reginalds "Furðuverk", en lagið var endurútgefið á geisladisknum "Bestu barnalögin" árið 2003.
